fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári um arðgreiðslur Samherja: „Borguðu bara 244 milljónir í fjármagnstekjuskatt af þessum 1220 milljónum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. september 2018 13:39

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komið hefur fram að eigendur Samherja greiddu sér 1220 milljóna króna arð fyrir rekstrarárið 2017. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hefur af því tilefni reiknað út hvað stærstu eigendurnir, Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, greiddu í fjármagnstekjuskatt af arðinum:

„Þeir frændur, Þorsteinn Már og Kristján, borguðu bara 244 m.kr. í fjármagnstekjuskatt af þessum 1220 m.kr. sem þeir borguðu sér út úr Samherja í arð. Ef skattur á fjármagnstekjur væri jafn hár og skattur á launatekjur hefðu þeir þurft að borga 482,3 m.kr. í skatt, rúmum 238 m.kr. meira,“

segir Gunnar.

Hann telur skattkerfið hér á landi þjóna hinum betur stæðu og birtir samanburðartöflu máli sínu til stuðnings:

„Þótt fjármagnstekjuskattur sé víða lægri en skattur á launatekjur er munurinn óvíða viðlíka mikill og hér. Íslenska skattkerfið er gott við hin ríku en einstaklega vont við láglaunafólk og fólk með lægri meðaltekjur. Ef þeir feðgar hefðu greitt af arði sínum til ríkisins eftir skattkerfi þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við; hefðu þeir borgað svona miklu meira í skatt, miðað við skattkerfi þessara landa:

Danmörk: 268.4 m.kr. meira í skatt
Frakkland: 175,7 m.kr. meira í skatt
Finnland 0g Írland: 158,6 m.kr. meira í skatt
Svíþjóð: 122,0 m.kr. meira í skatt
Bandaríkin: 104,9 m.kr. meira í skatt
Bretland og Portúgal: 97,6 m.kr. meira í skatt
Noregur og Spánn: 85,4 m.kr. meira í skatt
Ítalía: 73,2 m.kr. meira í skatt
Austurríki, Ísrael, Slóvakía og Þýskaland: 61,0 m.kr. meira í skatt
Ástralía: 54,9 m.kr. meira í skatt
Kanada: 31,7 m.kr. meira í skatt
Eistland: 12,2 m.kr. meira í skatt
Japan: 3,7 m.kr. meira í skatt

Þetta er íslenska álagið, álagið sem almenningur ber af hinum ríku á Íslandi umfram það sem almenningur í öðrum löndum lætur yfir sig ganga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“