Studio Ghibli framleiður 26 þátta röð eftir ævintýri Astridar Lindgren
Nú stefnir allt í að 26 þátta sjónvarpssería byggð á sögu Astridar Lindgren um Ronju Ræningjadóttur sem hið virta japanska teiknimyndastúdíós Studio Ghibli framleiddi árið 2014 komi brátt út á ensku.
Studio Ghibli, sem var stofnað af „hinum japanska Walt Disney“ Hayao Miyazaki, hefur framleitt vinsælar teiknimyndir á borð við My Neighbor Totoro (j. となりのトト), Princess Mononoke (j. もののけ姫) og óskarsverðlaunamyndina Spirited Away (j. 千と千尋の神隠し).
Goro Miyazaki, sonur stofnanda stúdíósins, leikstýrir þáttaröðinni sem verður frumsýnd í enskri útgáfu á Amazon Prime síðar á árinu. Gillian Anderson, sem þekktust er fyrir leik sinn í X-files þáttunum, mun taka þátt í talsetningu þáttanna á ensku.
Fréttin hefur verið uppfærð.