fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Þjóðleikhúsið býður börnum um land allt á leiksýningu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðleikhúsið heldur uppteknum hætti frá fyrri árum og býður börnum um land allt í leikhús. Að þessu sinni er það brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem sýnir börnunum sjö stutta leikþætti. Handunnar trébrúður hans og heillandi töfrabrögð kalla fram eftirvæntingu og kátínu ungra leikhúsgesta.

 

Börnum á landsbyggðinni í elstu bekkjum leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla verður boðið á sýninguna, en Þjóðleikhúsið leggur mikla áherslu á að kynna leikhúsið börnum óháð búsetu og efnahag. Fyrsta sýningin var á Selfossi, þann 31. ágúst síðastliðin, og í kjölfarið heldur Bernd til Akraness, Ólafsvíkur, Búðardals, Patreksfjarðar, Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Húsavíkur, Vopnafjarðar og víðar. Leikritið er sýnt á 15 stöðum fyrstu níu daga leikferðarinnar.

 

Sýningar í Reykjavík hefjast í Leikhúskjallaranum þann 9. október, en tíunda árið í röð býður Þjóðleikhúsið börnum í elstu deildum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að kynnast töfraheimi leikhússins.

 

Þjóðleikhúsið hefur allt frá upphafi lagt mikla áherslu á barnasýningar og leikhúsuppeldi með glæsilegum sýningum á Stóra sviðinu, og í gegnum tíðina hefur einnig verið boðið upp á heillandi barnasýningar á minni sviðunum. Með Sögustund vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum heim leikhússins, því að leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika okkar til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.

 

Verkið er sýnt í samstarfi við Brúðuheima.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum