Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er boðið upp á leiðsögn í Hafnarhúsi, sem kallast Án titils – samtímalist fyrir byrjendur.
Leiðsögnin hefst kl. 20 og þar býðst þeim sem hafa áhuga á að kynna sér samtímalist, en eru byrjendur á því sviði að fá innsýn í heim myndlistarinnar í dag, hvað eru listamenn að spá og hvernig virkar listasafn? Kíkt er á nokkur verk á sýningunni Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? og tækifæri gefst til að spjalla í góðu tómi um allt sem fólki dettur í hug og leita svara við því sem vekur furðu eða forvitni.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.