Orðið á götunni er að búið sé að ákveða hver verði næsti forstjóri Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson, fráfarinn forstjóri fyrirtækisins, sagði af sér vegna slæmrar afkomu þess á liðnum mánuðum og axlaði þar með ábyrgð sem sjaldséð er á Íslandi.
Þá er Jón Björnsson hættur sem forstjóri Festar. Þar tekur við Eggert Þór Kristófersson, en Jón verður þó áfram stjórnarformaður Krónunnar.
Orðið á götunni er að Jón Björnsson verði nýr forstjóri Icelandair Group. Hann hafi reynslu og þekkingu sem nýtist í starfinu og einnig hjálpi stjórnarformennska hans í Krónunni til að halda uppi ímynd Icelandair sem lággjaldaflugfélags á lofti.