fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Eyjan

Sigmar um skopmynd Morgunblaðsins: „Þessi skopmyndateiknari er því marki brenndur að vera yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:35

Samsett mynd Eyjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skopmynd Morgunblaðsins í dag er fast skotið á þáttastjórnanda Morgunútvarpsins á Rás 2. Teikningin vísar í viðtal Sigmars Guðmundssonar og Bjargar Magnúsdóttur við Óttar Guðmundsson, geðlækni í gærmorgun, þar sem þáttastjórnendur gengu nokkuð hart á eftir Óttari um það, hvort Donald Trump gæti ekki talist geðveikur.

Tilefnið var að um síðustu helgi sagði Bruce Hayman, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Kanada, að hegðun Trump væri skilgreiningin á geðveiki.

Skopmynd Morgunblaðsins dregur dár af viðtalinu í gær líkt og sjá má hér að neðan:

Skjáskot úr Morgunblaðinu

 

Sigmar ekki sár

Í skopmyndinni er gefið í skyn að fréttamaðurinn, sem væntanlega er Sigmar Guðmundsson, sé sjálfur siðblindur eða jafnvel geðveikur.

Undir myndasögunni er síðan textinn: „Falsfréttir um Trump pólitískt eineltismál ?“

Staksteinar Morgunblaðsins, sem eru við hlið myndasögunar, fjalla einnig um málið. Þar er RÚV sagt vera eins og bandarískur fjölmiðill, hagi sér skringilega og sé í mun að gjaldfella forsetann.

Sigmar Guðmundsson sagði við Eyjuna að full ástæða væri til að fjalla um valdamesta mann heims á RÚV og fannst lítið til skopmyndarinnar koma. Hann sagðist þó ekki taka hana nærri sér:

„Nei ég geri það nú ekki. Maður sér það í blaðinu að það er bæði skopmyndin og Staksteinar, sem vitna í leiðarljós sitt Pál Vilhjálmsson og eru í einhverskonar Trump vörn, sem þeim er auðvitað frjálst að gera. En við á RÚV líkt og flestir fjölmiðlar aðrir væntanlega, eiga auðvitað að fjalla um bæði það sem Trump gerir og það sem um hann er sagt, enda valdamesti maður heims og full ástæða til þess að greina frá slíku. Þessi skopmyndateiknari er því marki brenndur að vera yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn og þess utan með svo furðulegar áherslur í teikningum sínum að maður nennir ekki að hafa sérstök orð um það.“

 

Geðveikin gömul saga og ný

Umræður um geðheilbrigði Trump eru þó ekki nýjar af nálinni og enn síður falsfréttir, ef marka má orð fagfólks.

Í byrjun árs var þegar byrjað að ræða hvort tilefni væri til að dusta rykið af 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tilgreinir að varaforseti geti tekið við völdum, sé forsetinn á einhvern hátt óhæfur.

Síðan hafa ófáir sérfræðingar á sviði geðheilbrigðis lýst yfir efasemdum sínum um andlegt heilbrigði forsetans, með vísun í hegðun og aðgerðir hans.

Hópur þingmanna úr fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríska þingsins fékk til dæmis prófessor í geðlækningum, Dr. Bandy X. Lee frá Yale háskólanum, til þess að ræða við sig um geðheilbrigði Bandaríkjaforseta, snemma í desembermánuði síðstliðnum. Voru þingmennirnir sagðir áhyggjufullir yfir ástandinu á Trump og vildu álit fagaðila til þess að skýra það betur. Flestir voru þingmennirnir úr hópi demókrata, en einn ónafngreindur fulltrúi repúblikana var einnig staddur á fundinum.

Um Trump sagði Lee:

„Hann virðist vera að missa tökin á raunveruleikanum og grípur til samsæriskenninga. Það eru merki þess að hann fari í árásarham þegar hann er undir álagi. Það þýðir að hann getur orðið hvatvís og afar óstöðugur.“

Þá sagði Lee forsetann hvetja til ofbeldis og laðast að öflugum vopnum. Hún sagði samskipti Trump við Norður-Kóreu bera þess merki  að forsetinn væri á barmi taugaáfalls.

Greining Lee hefur þó verið gagnrýnd, þar sem hún hefur aldrei hitt Trump, en samkvæmt siðareglum Geðlæknafélags Bandaríkjanna mega geðlæknar ekki framkvæma slíka greiningu á fólki sem það hefur ekki sjálft tekið til meðferðar.

Lee tók fram að hún væri ekki í aðstöðu til að sálgreina forsetann, eða aðrar opinberar persónur, úr fjarlægð. En hún sagði að það væri ætlast til inngrips af fagaðilum í læknastétt í aðstæðum þar sem hætta steðjar að almenningi. Sagði hún að hegðun forsetans sýndi þess glögg merki.

Óttar sagði í gær að þó Trump væri kannski ekki geðveikur, væri hann með ákveðna persónuleikaröskun:

„Ég held að Trump sé ekki geðveikur. Hann er með ákveðinn persónuleika og kannski ákveðna persónuleikaröskun. Sem nú er kölluð persónuleika-syndrome. Hann er með persónuleika sem einkennist af því hvað hann sé sjálfmiðaður, hann er svona narsissískur eins og það er kallað á geðlæknamáli. Hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og sínum ákvörðunum, skoðunum og sinni dómgreind.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vegakerfið: Ráðamenn svíkja þjóðina – komið að skuldadögum með innviðaskuldina

Vegakerfið: Ráðamenn svíkja þjóðina – komið að skuldadögum með innviðaskuldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Milljón dollara spurningin fyrir stjórnmálaflokkana – hvernig ætla þeir að lækka íslenska vexti?

Þorsteinn Pálsson: Milljón dollara spurningin fyrir stjórnmálaflokkana – hvernig ætla þeir að lækka íslenska vexti?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar segir umræðu um samræmd próf ótímabæra á meðan lestur er slakur – Skóli án aðgreiningar hafi gengið sér til húðar

Hjálmar segir umræðu um samræmd próf ótímabæra á meðan lestur er slakur – Skóli án aðgreiningar hafi gengið sér til húðar