fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Handteknir fyrir að fjalla um þjóðarmorð

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 3. september 2018 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir blaðamenn á vegum fréttastofunnar Reuters hafa verið dæmdir í fangelsi í Mjanmar fyrir að brjóta lög um þjóðaröryggi. Blaðamennirnir Wa Lone og Kyaw Soe Ooo neita sök í málinu. Blaðamennirnir unnu við að rannsaka ásakanir um að herinn í landinu hafi framið þjóðarmorð á Rohingya múslimum. Hafa meðal annars Sameinuðu þjóðirnar krafist þess að Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn rannsaki ásakanir í garð hersins í landinu.

Þegar blaðamenn náðu tali af þeim á leið út úr dómsal sögðust þeir hafi gert allt siðferðislega rétt og að þeir hefðu ekki gert neitt til að skaða þjóð sína. „Við frömdum engan glæp. Samt sem áður ákváðu þeir að dæma okkur,“ hefur BBC eftir þeim á tröppum dómstólsins.

Stephen Adler, ritstjóri Reuters, sagði að þessi dómur væri skref aftur á bak í lýðræðisþróun í Mjanmar og krafðist þess að ríkisstjórn landsins leiðrétti þessi mistök, sem væru árás á frelsi fjölmiðla. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna er stjórnarher landsins sakaður um þjóðarmorð og mannréttindabrot. Um 700.000 Rohingya múslimar hafa flúið landið á undanförnum 12 mánuðum til Bangladess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu