How to get rid of wrinkles.
Þegar þú skrifar þessi 6 orð inn í leitarvél Google skilar um það bil 22,400,000 leitarniðurstöðum á 0.38 sekúndum.
Megnið af því sem við sjáum á netinu, blöðum og fleira segir okkur að hrukkur séu af hinu slæma, þær séu merki um það að við séum að eldast og það sé óaðlaðandi að eldast, eitthvað til að hræðast. Skrifiru þessi sömu orð inná Pinterest koma endalausar aðferðir sem fólk á að geta notað heima til að minnka hrukkur, allskonar töfraráð sem fólk sver að virki, svo eru það auðvitað öll forritin sem eru til, til að slétta húðina og fjarlægja minnstu misfellur á myndum. Okkur er stöðugt sagt að það sé ljótt að vera með hrukkur. Og þar kemur það sem ég skil ekki. Afhverju ? Afhverju ætti maður ekki að vilja eldast? Það er SVO margt gott við það að eldast. Og hrukkur eru partur af því, eitthvað sem fylgir.
Eins og með mig, ég er með hrukkur. Eins og þessar sem ég er með hjá augunum sem koma þegar ég brosi, eða þessar á milli augnana á mér sem koma þegar .. jah, þegar mér finnst eitthvað ótrúlegt. Mér þykir vænt um þessar hrukkur, þær segja sögu af lífinu mínu. Hefur mér alltaf fundist þær fallegar? Nei, jesús ég hef alveg fjarlægt þær af myndum, neitað að láta taka myndir af mér og þar fram eftir götunum. Þangað til að ég áttaði mig á því að þær eru ekki slæmur hlutur. Mér finnst fátt fallegra en að sjá gamlar konur með hrukkur, sjá að þær hafa lifað. Manninum er ekki eðilislægt að vera með slétta húð að eilífu, okkur er eðlislægt að eldast – allt saman eldist. Og það er frábært. Reynum að njóta þess.
Færslan er skrifuð af Ingibjörgu Eyfjörð og birtist upphaflega á Öskubuska.is