fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Óvænt atvik í golfi hjá Heimi Karls: „Má ég fá boltann minn, takk fyrir“

Fókus
Mánudaginn 3. september 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson skellti sér í golf í gær sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir stutt en skemmtilegt myndband sem hann tók á vellinum.

Heimir birti meðfylgjandi myndband á Facebook en á því má sjá þegar lítill fugl, máfsungi að líkindum, settist á golfkúluna sem Heimir hafði slegið.

„Skemmtilegt atvik í gólfi í dag. Þegar ég nálgaðist golfboltann minn eftir upphafsöggið á síðustu holu dagsins sá ég í fjarska hvar fugl virtist leika sér að boltanum. Þegar nær kom blasti þetta við,“ segir Heimir en unginn hefur líklega haldið að um væri að ræða egg.

„Heyrðu má ég fá boltann minn, takk fyrir,“ sagði Heimir áður en unginn hafði sig á brott. Í athugasemdum undir myndbandinu gerir einn vinur Heimis grín og segir: „Þú náðir fugli á þessari braut, loksins.“

Myndbandið má sjá hér að neðan:

https://www.facebook.com/heimir.karls/videos/10157906483697178/?t=7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart