fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áætla að loka helmingi af öllum ráðuneytum landsins

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 3. september 2018 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjónvarpsávarpi til argentísku þjóðarnar, sagði forseti landsins Mauricio Macri að hann áætlaði að leggja niður helming af öllum ráðuneytum landsins. Hann sagði meðal annars að landið gæti ekki eytt meiri verðmætum en það skapaði. Ásamt þessum aðhaldsaðgerðum mun skattur á sumum útflutningsvörum hækka um helming, meðal annars á korni og sojaafurðum.

Gífurlegur skortur er á gjaldeyri í Argentínu og hefur því forsetinn gripið til þessara aðgerða. Hann tilkynnti hinsvegar ekki hvenær breytingarnar myndu taka gildi. Fjármálaráðherran, Nicolas Dujovne, hefur einnig tilkynnt að skera yrði niður halla ríkissjóðs fljótt og örugglega til að stöðva fall gjaldmiðil landsins.

Gjaldmiðill þjóðarinnar hefur fallið um rúmlega helming gagnvart dollarnum það sem liðið er af árinu, þrátt fyrir að stýrivextir í landinu séu 60%. Forsetinn mun fara í vikunni til Washington til að funda með forsvarsmönnum Alþjóða Gjaldeyrisjóðsins, en Argentína fékk lánaðar 5000 milljarða krónur hjá sjóðnum í júní síðastliðnum. Þrátt fyrir erfitt ástand í efnahag Argentínu spáir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að efnhagsástandið þar í landi muni lagast árið 2019 og vaxa á árunum eftir.

Mauricio Macri, forseti Argentínu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu