fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

iPad og peningum stolið úr bifreið í miðborginni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. september 2018 09:32

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu rétt eftir miðnætti um að brotist hefði verið inn í bifreið í miðbænum og miklum verðmætum stolið.

Í orðsendingu frá lögreglu kemur fram að iPad og peningar hafi verið meðal þess sem stolið var, en ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.

Þá fékk lögregla tilkynningu um ágreining milli leigubílstjóra og farþega, en umræddur farþegi neitað að borga fyrir farið. Hann reyndist í annarlegu ástandi.

Einn ökumaður var stöðvaður í miðborginni og gaf hann upp í fyrstu ranga kennitölu. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt