Þetta er fyrsta gerviborgin sem fólk getur fjárfest í í þeirri von að fjárfestingin skili ávöxtun síðar meir og þá í gegnum rafmyntina MANA. BBC skýrir frá þessu. Borgin samanstendur af 90.000 hlutum lands sem fjárfestar kaupa á uppboðum. Þeir vonast síðan til að landið hækki í verði eftir því sem þeir byggja á því og þróa það. Þannig verði hagnaður til.
Landeigendurnir geta byggt nær hvað sem er á landspildum sínum í þeirri von að þær hækki í verði. Þeir geta til dæmis byggt verslunarhúsnæði, skemmtigarða eða eitthvað í þá veruna. Dýrasta landspildan, sem hefur verið seld til þessa, fór á 180.000 dollara en hún er nærri miðborginni en þangað koma „gestir“ borgarinnar fyrst.