Þegar hún ræddi málið við framkvæmdastjóra Osoyoo golfklúbbsins fékk hún að vita að þessi regla væri til að vernda hana og aðra þjóna fyrir meðlimum golfklúbbsins. CBC skýrir frá þessu.
Schell hætti að nota brjóstahaldara fyrir tveimur árum því henni finnst þeir „hræðilegir“ og því vildi hún ekki klæðast brjóstahaldara í vinnunni. Hún telur að yfirmaður hennar fyrrverandi hafi brotið gegn mannréttindum hennar með því að krefjast þess að hún væri í brjóstahaldara. Af þeim sökum hefur hún kært hann.
„Ég er með geirvörtur og það eru karlar líka.“
Hefur CBC eftir henni og benti hún einnig á að karlkyns vinnufélagar hennar hafi ekki þurft að búa við jafn strangar reglur um klæðaburð og hún og aðrar konur í golfklúbbnum.