fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Skipað að vera í brjóstahaldara í vinnunni – Kærir vinnuveitandann fyrir mannréttindabrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 19:00

Christina Schell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christina Schell, 25 ára, býr í Alberta í Kanada. Hún hefur komist í fréttirnar að undanförnu eftir að hún kærði yfirmann sinn fyrir mannréttindabrot. Hún neitaði að fara að fyrirmælum á vinnustaðnum um að klæðast brjóstahaldara eða bol undir fatnaði sínum þegar hún vann við þjónustu utandyra.

Þegar hún ræddi málið við framkvæmdastjóra Osoyoo golfklúbbsins fékk hún að vita að þessi regla væri til að vernda hana og aðra þjóna fyrir meðlimum golfklúbbsins. CBC skýrir frá þessu.

Schell hætti að nota brjóstahaldara fyrir tveimur árum því henni finnst þeir „hræðilegir“ og því vildi hún ekki klæðast brjóstahaldara í vinnunni. Hún telur að yfirmaður hennar fyrrverandi hafi brotið gegn mannréttindum hennar með því að krefjast þess að hún væri í brjóstahaldara. Af þeim sökum hefur hún kært hann.

„Ég er með geirvörtur og það eru karlar líka.“

Hefur CBC eftir henni og benti hún einnig á að karlkyns vinnufélagar hennar hafi ekki þurft að búa við jafn strangar reglur um klæðaburð og hún og aðrar konur í golfklúbbnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi