fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sjö mánaða drengur var numinn á brott fyrir 32 árum í skjóli myrkurs – Nú hefur maður gefið sig fram og segist vera sá sem numinn var á brott

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 06:44

Christopher áður en hann var numinn á brott og tölvugerð mynd af honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var árið 1986 að sjö mánaða drengur var numinn á brott úr rimlarúmi sínu á heimili sínu í Colorado Springs í Colorado í Bandaríkjunum. Síðan þá hafa lögreglan og fjölskylda hans reynt að hafa uppi á honum í þeirri von að hann sé enn á lífi og orðinn tæplega 33 ára.

Þrisvar sinnum á þessum 32 árum hefur fjölskyldan verið þess fullviss að nú væri drengurinn, Christopher Abeyta, fundinn en í öll skiptin hefur sú von verið slökkt.

Talið er kona hafi rænt honum til að hefna sín á fjölskyldu hans. En þrátt fyrir að þessi kenning sé talin rétt hefur ekki tekist að leysa málið.

En enn á ný hefur fjölskyldan fyllst von því karlmaður hefur gefið sig fram og segist vera Christopher Abeyta. The Colorado Springs Gazette skýrir frá þessu. Fjölskyldan er nú vonbetri en áður um að hér sé Christopher í raun og veru kominn því maðurinn er með ljósmynd í fórum sér af sér sem kornabarni. Blaðið segir einnig að í sögu hans komi fram atriði sem styrki fjölskylduna í þeirri trú að hann sé að segja satt.

Lýst hefur verið eftir honum í gegnum árin og tölvugerðar myndir birtar af honum eins og talið er að hann líti út núna.

Ekki hefur verið skýrt frá hver maðurinn er sem segist vera Christopher og ljósmynd hefur ekki verið birt af honum. Fjölskyldan hefur heldur ekki viljað segja hvað það er í sögu hans sem styrkir hana í þeirri trú að hér sé Christopher kominn. Hjá lögreglunni í Colorado eru menn hins vegar ekki mjög bjartsýnir. Jeff Jensen, sem er með málið á sinni könnu, sagði á föstudaginn að eins og staðan væri núna væri ekki að sjá að hér væri um trúverðugar upplýsingar að ræða en lögreglan væri enn að rannsaka málið.  Hann sagði að nokkur tími muni líða þar til niðurstaða DNA-rannsóknar liggur fyrir.

Bernice Abeyta, móðir Christopher, lést á síðasta ári af völdum krabbameins 73 ára að aldri. Hún hafði ferðast víða um Bandaríkin síðan Christopher var numinn á brott til að fylgja eftir ábendingum um hvað hefði orðið um son hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um