Uli Hoeness, forseti Bayern Munchen, segir Paris Saint-Germain að skipta um yfirmann knattspyrnumála en hann er enginn aðdáandi Antero Henrique.
PSG vildi fá Jerome Boateng frá Bayern í sumar en var ekki tilbúið að borga 50 milljónir evra.
Hoeness var ekki hrifinn af vinnubrögðum Henrique og vill meina að PSG þurfi að fá nýjan mann inn ef félagið ætli sér stóra hluti.
,,Ég ráðlegg PSG að skipta um yfirmann knattspyrnumála. Þessi maður er ekki frábær auglýsing fyrir félagið,” sagði Hoeness.
,,PSG á ekki efni á því að vera með svona mann í sínum röðum ef félagið vill vera eitt það besta í heiminum.”
,,Við báðum um 50 milljónir evra því við vildum ekki bara gefa þeim Jerome og við bjuggumst við að PSG myndi ekki borga þá upphæð. Við vildum gera þjálfaranum greiða og halda leikmanninum.”