fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fjórði hver íbúi Svíþjóðar er af erlendum ættum – Innflytjendamálin fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 05:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt stærsta mál sænsku þingkosninganna eru útlendingar og innflytjendur en Svíar kjósa til þings þann 9. september. Það eru ákveðin tímamót að þessi mál séu rædd í Svíþjóð því þar til nýlega voru þau nánast ekki til umræðu, það var eins og þau væru tabú. En þetta hefur breyst og málaflokkurinn er mikið ræddur. Svíþjóðardemókratarnir, sem eru mjög gagnrýnir á innflytjendastefnuna, eru á mikilli siglingu samkvæmt skoðanakönnunum og gætu komist í lykilstöðu á þingi að kosningum loknum.

Mikill fjöldi flóttamanna og innflytjenda kom til Svíþjóðar 2014 og 2015 þegar flóttamannastraumurinn til Evrópu var í hámarki. Þá varð ákveðin viðhorfsbreyting og sífellt fleiri Svíar fóru að krefjast hertrar stefnu í málaflokknum. Á endanum lokuðu Svíar landamærum sínum þar sem þeir töldu sig ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum að sinni. Nú er svo komið að það eru ekki bara Svíþjóðardemókratarnir sem vilja herða reglurnar, nær allir flokkar vilja það núna. Það þarf að fara langt til vinstri til að finna flokka sem vilja rýmri reglur en nú eru í gildi.

Þegar flóttamannastraumurinn var í hámarki 2014 og 2015 sóttu rúmlega 244.000 manns um hæli í Svíþjóð. 138.000 fengu hæli.

Þetta hefur eðlilega haft áhrif á íbúasamsetningu landsins en á síðasta ári voru 24 prósent íbúanna af erlendum ættum en hlutfallið var 17 prósent 2007. Í Stokkhólms léni er hlutfallið 32 prósent. Á 13 árum hefur íbúum landsins fjölgað um eina milljón en um 80 prósent fjölgunarinnar tengist innflytjendum.

Í kosningabaráttunni hefur umræða um lög og reglu iðulega verið tengd við útlendingaumræðuna og hafa Svíþjóðardemókratarnir verið iðnir við að tengja þetta saman. Mikið hefur verið rætt um afbrot útlendinga og hafa gróf ofbeldisbrot á borð við nauðganir verið töluvert til umræðu auk morða í stóru borgunum. Það hefur gert umræðuna erfiða að engar opinberar tölur eru til um afbrot útlendinga síðan 2005 þar sem Svíar hafa ekki talið það samræmast pólitískri rétthugsun að taka slíkar tölur saman. Nú hefur orðið breyting á og sænska hagstofan mun fljótlega fara að skrá afbrot útlendinga sérstaklega. Þetta gerðist í kjölfar þess að nokkrir fjölmiðlar hafa farið í saumana á uppkveðnum dómum og birt samantekt á hversu margir útlendingar komu við sögu í dómunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar