Breytingin á þó að vera þannig að notendur muni ekki taka eftir henni. Markmiðið er að 2030 verði kubbarnir ekki lengur úr plasti heldur eingöngu úr sjálfbærum efnum. The New York Times skýrir frá þessu.
Útlit eða virkni kubbanna mun ekki breytast, það verður aðeins plastið sem mun víkja fyrir öðrum umhverfisvænni efnum.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um vinsældir Legó enda er um eitt vinsælasta leikfang heimsins að ræða. Enn hefur Legó ekki fundið uppskriftina að umhverfisvænni kubbum en unnið er hörðum höndum að þróun þeirra. Kúnstin er að finna umhverfisvænna efni í kubbana sem breytir samt ekki virkni þeirra á neinn hátt.