fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Pressan

Uppnám hjá danska karlalandsliðinu í knattspyrnu – Samningamál í uppnámi og fastamennirnir spila ekki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 06:08

Christian Eriksen er stærsta stjarna danska liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið uppnám er hjá danska karlalandsliðinu í knattspyrnu en samningaviðræður á milli samtaka leikmanna og danska knattspyrnusambandsins (DBU) fóru út um þúfur um helgina. Þeir leikmenn sem höfðu verið valdir til að spila í þeim tveimur landsleikjum sem á að spila á næstu dögum spila því ekki. Í samningaviðræðunum var að sögn aðallega tekist á um auglýsingasamninga og tekjur af þeim auk tryggingamála og bónusgreiðslna til leikmanna.

Samtök leikmanna buðu DBU að framlengja núverandi samning til næstu mánaðarmóta svo hægt væri að spila þá tvo leiki sem eru á dagskrá á næstu dögum en DBU hafnaði því boði og sagðist líta svo á að leikmennirnir hefðu afboðað sig. Nú er DBU að taka stöðuna hjá liðunum í dönsku deildinni til að kanna hvaða leikmenn eru á lausu og geti hugsanlega spilað landsleikina tvo.

Mikið er í húfi því ef Danir mæta ekki til leiks er hætt við að þeim verði vísað úr keppni, bæði í Þjóðadeildinni og undankeppni EM. Ef svo fer verður það dýpsta lægð danskrar knattspyrnu undanfarna áratugi.

Á síðasta ári voru samskonar deilur á milli DBU og samtaka leikmanna kvennalandsliðsins. Það endaði með að Danir gátu ekki mætt til leiks á móti Svíum í undankeppni HM. Þóttu Danir heppnir að sleppa við að vera vísað úr undankeppninni en Svíum var dæmdur 3-0 sigur í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi