18 slösuðust þegar pirraðir geitungar réðust á hóp fólks í sunnanverðu Þýskalandi í gær. Fólkið var statt á vínhátíð í bænum Weingarten nærri frönsku landamörunum þegar það varð fyrir árásinni.
Lögreglan segir að enginn hafi slasast alvarlega og að engin börn séu á meðal hinna slösuðu.