fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Eigandinn ásakaður um að nota kókaín fyrir framan börnin – Kominn með nóg og ætlar að selja félagið

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glenn Tamplin, eigandi Billericay Town á Englandi, hefur ákveðið að selja félagið sem hann keypti árið 2016.

Tamplin var á dögunum ásakaður um að hafa tekið inn kókaín á klósettum vallar Billericay og var lögreglan kölluð á svæðið.

Lögreglan mætti á heimavöll Billericay til að ræða við Tamplin og fékk hann að heyra ásakanirnar fyrir framan börnin sín.

Dóttir Tamplin varð mjög hrædd eftir komu lögreglunnar og hefur Tamplin nú fengið nóg af þessari meðferð.

,,Félagið verður komið á sölulista á morgun. Ég get ekki tekið þessu lengur. Eftir leikinn við Woking sagði stjórnarformaður þeirra að lögreglan vildi ræða við mig,” sagði Tamplin.

,,Þeir sögðu mér að þeir hafi fengið símtal þar sem sagt var að ég væri á klósettinu að taka kókaín. Ég bað þá um að taka prufu en þeir voru ekki með tækin í það.”

,,15 mínútum síðar var bifreið mín stöðvuð og ég var spurður út í það hvort ég hafi verið að taka inn eiturlyf, fyrir framan fimm ára dóttur mína og átta ára son. Ég er ekki tilbúinn að gera þeim þetta. Ekki fyrir fótboltann.”

Tamplin hefur eytt miklu í að gera Billericay að því félagið sem það er í dag en hann talið er að hann hafi pungað út alls 2,5 milljónum punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Í gær

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni