fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Borgarleikhúsið kynnti komandi leikár – Horfðu á kynninguna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 400 manns mættu á opinn kynningarfund sem var haldinn á Stóra sviði Borgarleikhússins í gær. Þar fór Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, yfir komandi leikár og sagði frá þeim leiksýningum sem verða í boði auk þess sem leikstjórar og leikarar valina verka sögðu nánar frá þeirra vinnu.

 

Þá sungu þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem leikur í sýningunum Elly, Matthildur og Sýningin sem klikkar, og Páll Óskar Hjálmtýsson, sem leikur í Rocky Horror, lögin Ramóna úr leikritinu Elly og Nú held ég heim úr Rocky Horror við góðar undirtektir áhorfenda.

 

Þetta er í annað skiptið sem Borgarleikhúsið heldur kynningarfund sem þennan og ljóst að leikhúsgestir kunna vel að meta slíkan viðburð til að aðstoða sig þegar kemur að því að velja sýningar fyrir komandi leikár.

 

Sigurjón Sigurjón tók myndir á kynningarfundinum, sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“