Aftonbladet skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að grunur leiki á að fólkið hafi verið myrt. Sérfræðingar lögreglunnar eru nú að rannsaka vettvanginn. Sá handtekni hringdi sjálfur í lögregluna að sögn Aftonbladet.
Uppfært klukkan 8.45
Sænskir fjölmiðlar segja að um fjölskylduharmleik sé að ræða. Þarna hafi fjölskyldufaðir myrt eiginkonu sína og tvö börn. Fjölskyldufaðirinn er á fertugsaldri og var hann handtekinn á staðnum.