Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, er langt frá því að vera aðdáandi Cristiano Ronaldo, leikmanns Real Madrid.
Ronaldo var hvergi sjáanlegur á verðlaunaafhendingu á dögunum er Luka Modric var valinn leikmaður ársins af UEFA.
Ronaldo kom til greina en var ekki valinn og ákvað umboðsmaður hans, Jorge Mendes að hrauna yfir ákvörðun UEFA.
,,Ronaldo mætir ekki á verðlaunaafhendinguna og þessi ummæli um að Luka hafi unnið..” sagði Dalic.
,,Þetta sannar bara það sem ég hef lengi sagt. Ronaldo er sjálfselskur og ég myndi aldrei vilja hann í mitt lið.”
,,Hann er svona leikmaður sem hugsar bara um það að það skipti ekki máli hvort þeir vinni, svo lengi sem hann skori mark.”