Tammy Abraham skrifaði á dögunum undir lánssamning við lið Aston Villa en hann er samningsbundinn Chelsea.
Abraham samdi ekki við annað lið fyrr en undir lok félagaskiptagluggans en honum var sagt að hann fengi mínútur á þessu tímabili.
,,Þetta byrjaði allt eftir síðustu leiktíð þegar Chelsea sagði mér að ég yrði partur af liðinu og hópnum,” sagði Abraham.
,,Það er ástæðan fyrir því að ég sagði nei við mörg lið sem vildu fá mig, erlendis frá og í úrvalsdeildinni.”
,,Að lokum ákvað ég það að ég þyrfti að fá að spila leiki og horfandi á lið eins og Aston Villa, sem á að vera í efstu deild, þá er þetta frábært tækifæri fyrir mig.”