Jón Daði Böðvarsson var ekki með liði Reading í dag sem mætti Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni.
Jón hefur verið einn allra besti leikmaður Reading á tímabilinu og kom á óvart að hann væri ekki með í dag.
Reading þurfti að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli án Jóns og var hans sárt saknað í fremstu víglínu.
Jón setti inn færslu á Twitter í kvöld þar sem hann segist hafa vaknað með mikinn magaverk.
Jón var fluttur á spítala í kjölfarið og var þar í einn og hálfan dag. Hann segist hafa upplifað verk sem hann vonast til að finna aldrei aftur.
Færslu hans má sjá hér.
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) 1 September 2018