Parma 1-2 Juventus
0-1 Mario Mandzukic(2’)
1-1 Gervinho(33’)
1-2 Blaise Matuidi(58’)
Juventus vann sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið heimsótti Parma í þriðju umferð sumarsins.
Mario Mandzukic kom Juventus yfir strax á annarri mínútu leiksins áður en Gervinho jafnaði metin fyrir heimamenn.
Blaise Matuidi sá svo um að tryggja Juventus stigin þrjú á 58. mínútu leiksins og lokastaðan, 2-1 fyrir gestunum.
Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Juventus í kvöld en tókst ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið.