Chelsea er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Bournemouth á Stamford Bridge í dag.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í dag en þeir Pedro og Eden Hazard tryggðu þeim bláklæddu sigur í síðari hálfleik.
Markaleikur dagsins fór fram á Amex vellinum þar sem Brighton fékk lið Fulham í heimsókn.
Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli en Glenn Murray skoraði bæði mörk Brighton og tryggði liðinu stig.
Gylfi Þór Sigurðsson lék 76 mínútur fyrir Everton sem gerði 1-1 jafntefli við Huddersfield. Everton er enn taplaust eftir fyrstu fjóra leiki deildarinnar.
Southampton lagði þá Crystal Palace 2-0 á útivelli og Wolves vann West Ham 1-0 með marki í uppbótartíma. West Ham er á botninum án stiga eftir fjórar umferðir.
Chelsea 2-0 Bournemouth
1-0 Pedro(72’)
2-0 Eden Hazard(85’)
Brighton 2-2 Fulham
0-1 Andre Schurrle(43’)
0-2 Aleksandar Mitrovic(62’)
1-2 Glenn Murray(67’)
2-2 Glenn Murray(víti, 84’)
Everton 1-1 Huddersfield
0-1 Philip Billing(34’)
1-1 Dominic Calvert-Lewin(36’)
Crystal Palace 0-2 Southampton
0-1 Danny Ings(47’)
0-2 Pierre-Emil Hojberg(93’)
West Ham 0-1 Wolves
0-1 Adama Traore(93’)