Lögreglan í Malasíu leita nú að tveimur indónesískum konum sem þeir telja að geta verið vitni í morðrannsókn á Kim Jong-nam, en hann var hálfbróðir Kim Jong-un sem er einræðisherra í Norður-Kóreu.
Kim Jong-nam lést á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í febrúar 2017 eftir að VX taugasi var nuddað í andlit hans. Tvær konur voru handteknar í tengslum við morðið og munu réttarhöldin hefjast yfir þeim næstkomandi nóvember. Þær hafa báðar líst yfir sakleysi sínu og hafa sagt að þær héldu að þær væru að taka þátt í grín sjónvarpsþætti og vou þær beðnar að nudda lyktarlausu og litarlausu efni í andlitið á Kim Jong-nam. Lögfræðingar kvennanna tveggja segja að þær hafi tekið þátt í svipuðum atburðum fyrir það sem þær töldu vera upptaka á grín sjónvarpsþætti á hótelum og verslunarmiðstöðvum, eingöngu nokkrum dögum fyrir dauða Kim Jong-nam. Fengu þær greiddar sitthvorar greiddar um rúmar 100.000 krónur fyrir að taka þátt í þessu svokallaða gríni.
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að hafa komið nálægt dauða Kim Jong-nam, en lögreglan í Malasíu telja sig vera með sönnunargögn sem sýna fram á að fjórir norðurkóreskir menn hafi skipulagt morðið og náð að flýja landið. Kim Jong-nam hafði opinberlega gagnrýnt hálfbróður sinn, meðal annars með að hafa sagt árið 2012 að hann hefði ekki leiðtoga hæfileika til að stýra Norður-Kóreu. Talið er að þessi gagnrýni hafi verið næg ástæða fyrir Kim Jong-un til að fyrirskipa morðið á hálfbróður sínu.