fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vitna leitað í tengslum við morðið á hálfbróður einræðisherra

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 1. september 2018 17:07

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Malasíu leita nú að tveimur indónesískum konum sem þeir telja að geta verið vitni í morðrannsókn á Kim Jong-nam, en hann var hálfbróðir Kim Jong-un sem er einræðisherra í Norður-Kóreu.

Kim Jong-nam lést á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í febrúar 2017 eftir að VX taugasi var nuddað í andlit hans. Tvær konur voru handteknar í tengslum við morðið og munu réttarhöldin hefjast yfir þeim næstkomandi nóvember. Þær hafa báðar líst yfir sakleysi sínu og hafa sagt að þær héldu að þær væru að taka þátt í grín sjónvarpsþætti og vou þær beðnar að nudda lyktarlausu og litarlausu efni í andlitið á Kim Jong-nam. Lögfræðingar kvennanna tveggja segja að þær hafi tekið þátt í svipuðum atburðum fyrir það sem þær töldu vera upptaka á grín sjónvarpsþætti á hótelum og verslunarmiðstöðvum, eingöngu nokkrum dögum fyrir dauða Kim Jong-nam. Fengu þær greiddar sitthvorar greiddar um rúmar 100.000 krónur fyrir að taka þátt í þessu svokallaða gríni.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að hafa komið nálægt dauða Kim Jong-nam, en lögreglan í Malasíu telja sig vera með sönnunargögn sem sýna fram á að fjórir norðurkóreskir menn hafi skipulagt morðið og náð að flýja landið. Kim Jong-nam hafði opinberlega gagnrýnt hálfbróður sinn, meðal annars með að hafa sagt árið 2012 að hann hefði ekki leiðtoga hæfileika til að stýra Norður-Kóreu. Talið er að þessi gagnrýni hafi verið næg ástæða fyrir Kim Jong-un til að fyrirskipa morðið á hálfbróður sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu