fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Eyjan

Hörður Fel – einn af gömlu hetjunum úr KR

Egill Helgason
Laugardaginn 1. september 2018 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Felixson var í hópi hetja æskuára minna í Vesturbænum. Ég man reyndar ekki glöggt eftir honum að spila á fótboltavelli, þetta var á árunum þegar maður var að þvælast á Melavellinum, kom sér oft þangað inn með því að skríða undir grindverkið, og kannski sá ekki leikina svo nákvæmlega. Maður var eilitið of ungur til þess. En nærvera Harðar var alltaf sterk í KR. Ég gantaðist einhvern tíma með það við hann að varla væri að finna ljósmynd í KR-húsinu án þess að hann væri á henni, alveg frá því hann var í yngri flokkum og upp í meistaraflokk og tíma gullaldarliðsins. Svo átti Hörður tvo yngri bræður sem voru líka í þessum fræknu liðum  – þegar KR-ingar voru meistarar ár eftir ár – þá Bjarna Fel og Gunna Fel. Það er meira að segja til þessi úrklippa af þeim bræðrum saman í landsliðsbúningi. Þá var það einstakt í knattspyrnusögunni að þrír bræður spiluðu saman í landsliði.

 

 

Ég fékk ungur brennandi áhuga á íþróttum, sérstaklega fótbolta. Var ekki nema sex ára þegar ég fór að klippa út íþróttafréttir úr blöðunum, einkum ef þær fjölluðu um KR, og líma í stílabók. Þar er að finna leikmennina á myndinni hér efst á síðunni.  Þetta er að loknu Íslandsmóti þar sem KR sigraði, bikarinn stendur í grasinu. Þarna er Hörður í efri röð, hávaxinn, annar frá hægri. Svo eru Svenni Jóns, Bjarni, Kiddi Jóns, Heimir Guðjóns og Ellert og fleiri. Mörgum af þessum körlum kynntist ég síðar á KR-vellinum, í áhorfendastúkunni. Ég heyrði sögurnar þeirra, sumar oftar en einu sinni og tvisvar – þeir höfðu alveg innistæðu fyrir því að grobba smá.

Hörður var alltaf sérlega hlýr og alúðlegur, gamansamur og glettinn. Það þótti öllum vænt um hann og báru virðingu fyrir honum. En hann sagði mér að hann ætti stundum erfitt með að horfa þegar KR var að spila. Þannig hefur það reyndar verið um okkur fleiri sem fylgja þessu félagi að málum. Við höfum upplifað bæði skin og skúrir. Hörður sagðist eiga það til að snúa bakinu í leikinn þegar spennan yrði óbærileg.

Hörður Felixson var fæddur 1931 og ég les um lát hans í fjölmiðlum í dag. Mér skilst að leikmenn KR verði með sorgarbönd í leiknum gegn FH á morgun.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Í gær

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug