fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bein útsending frá málþinginu Allsgáð æska – „Mikilvægt að foreldrarnir leiti sér aðstoðar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 1. september 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/508943189589748/

Klukkan tíu í morgun hófst málþingið sem ber yfirskriftina Allsgáð æska og stendur það yfir til klukkan 12. Fer málþingið fram í Veröld, húsi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Verður sérstaklega höfðað til foreldra ungmenna og þeim sem hafa áhuga á forvörnum.

Ástæðurnar fyrir því að unglingar leita í fíkniefni eru margar. Fíkniefni þykja spennandi af því að þau eru ólögleg, unglingar sjá þeim hampað í tónlistarmyndböndum og bíómyndum og þrýstingur frá vinum skiptir einnig máli. Margir kljást við kvíða eða aðra andlega kvilla og unglingarnir kynna fíkniefni fyrir hver öðrum sem lausn.

Guðrún Ágústsdóttir mun flytja erindi fyrir hönd Foreldrahúss Vímulausrar æsku en hún segir í samtali við DV:

„Við höfum séð mikla aukningu í notkun lyfseðilsskyldra lyfja á undanförnum tveimur eða þremur árum. Þau taka til dæmis oxycontín-töflur eða parkódín forte, eða reykja þetta og kenna hvert öðru að „lækna“ sig. Aðgengið að efnunum er orðið mjög mikið með tilkomu netsins. Áður fyrr þurfti fólk að vera tengt og hafa svolítið fyrir því að útvega sér efni, en núna er ekki nauðsynlegt að þekkja neinn. Unglingar sem kaupa sér fíkniefni á netinu vita heldur ekkert hvað þeir eru að fá og hvað þeir eiga að gera. Þeir telja sér hins vegar trú um að þeir hafi stjórn á neyslunni og aðstæðunum.“

Sigrún Vatnsdal kemur einnig að málþinginu en hún segir: „Það er mikilvægt að foreldrarnir leiti sér aðstoðar. Þeir finna fyrir kvíða, áhyggjum, sektarkennd, sorg og reiði, bæði út í sjálfa sig og unglinginn. Þeir upplifa sig hjálparlausa og finnst þeir hafa brugðist sem foreldri.“

Málþingið fer fram klukkan 10 til 12, laugardaginn 1. september. Guðrún Ágústsdóttir mun flytja erindi fyrir hönd Foreldrahúss Vímulausrar æsku. Einnig tala fulltrúar frá SÁÁ, IOGT á Íslandi, MST teymi Barnaverndarstofu og Minningarsjóði Einars Darra.

Opið verður fyrir fyrirspurnir og umræður eftir hvert erindi. Auk þess mun Saga Nazari, sem sjálf átti við fíknivanda að stríða, flytja tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð