Í Grafarholti um kvölmatarleytið í gær á bifreiðastæði fyrir utan verslun Krónunnar tókst hópur manna á. Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að ráðist hafði verið á karlmann og hann stunginn. Þrír voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Til stóð að yfirheyra þá í dag vegna málsins. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og verður ekki hægt að veita nánari upplýsingar um það að svo stöddu.
Maðurinn sem var stunginn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn vera í lífshættu.