Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gær og í nótt. Samtals komu 93 mál hafa inn á borð lögreglu milli klukkan 17:00 og 05:00. Flest voru málin minniháttar en sem dæmi má nefna að æstum manni var vísað frá söluvagni í miðbænum. Maðurinn var svangur og fór fram á að fá matinn ókeypis. Lögregla mætti á staðinn og vísaði manninum á brott.
Öllu alvarlegra mál átti sér stað á öldurhúsi í Hafnarfirði. Þar brutust út hópslagsmál og slógust menn með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendir á vettvang en þegar lögregla kom á staðinn var allt með kyrrum kjörum. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði.