Paris Saint-Germain í Frakklandi hefur fengið til sín framherjann Eric Maxim Choupo-Moting en hann kemur til félagsins frá Stoke.
Þessi félagaskipti koma ansi mikið á óvart en Choupo-Moting skoraði fimm mörk í 32 leikjum fyrir Stoke á síðustu leiktíð.
Choupo-Moting fékk að yfirgefa Stoke eftir fall liðsins úr efstu deild og hefur nú samið við frönsku meistarana.
Choupo-Moting er 29 ára gamall Kamerúni en hann lék lengi með Schalke áður en hann samdi við Stoke.
Hann hefur aldrei áður reynt fyrir sér í Frakklandi en óvíst er í hvaða hlutverki hann verður á leiktíðinni.