Framherjinn Moussa Dembele hefur skrifað undir samning við franska stórliðið Lyon.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Dembele reyndi ítrekað að komast burt frá Celtic undir lok félagaskiptagluggans.
Dembele er 22 ára gamall sóknarmaður en hann kom til Celtic frá Fulham árið 2016 og gerði 26 mörk í 55 leikjum.
Dembele hefur margoft verið orðaður við önnur lið og fær nú að taka skrefið til heimalandsins.
Talið er að Lyon borgi 22 milljónir evra fyrir Dembele sem er uppalinn hjá Paris Saint-Germain.