Jean-Michel Seri, leikmaður Fulham, var orðaður við mörg stórlið í sumar en gekk á endanum í raðir nýliðana á Englandi.
Chelsea, Tottenhan og Liverpool vildu öll fá miðjumanninn en hann hefur nú útskýrt af hverju hann samdi frekar við Fulham.
,,Þegar ég spilaði fyrir Pacos de Ferreira í Portúgal þá vildi Nice fá mig og þeir reyndu mikið,” sagði Seri.
,,Fulham vildi mig á sama hátt. Þeir sögðu við mig að þeir höfðu áhuga á mér og sögðu mér að koma til Fulham.”
,,Chelsea, Tottenham og Liverpool tóku eftir mér en þau sögðu aldrei við mig að þau hafi viljað mig.”
,,Fulham sýndi mér þessa virðingu. Önnur félög höfðu áhuga en ég vildi semja við Fulham.”