Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur komið kollega sínum hjá Manchester United, Jose Mourinho, til varnar.
United hefur byrjað tímabilið á tveimur tapleikjum eftir þrjár umferðir en Guardiola hefur enn fulla trú á að liðið snúi því gengi við.
,,Þetta er okkar starf, því miður. Þetta hefur komið fyrir mig á ferlinum. Sem þjálfari þá þurfum við að ná í úrslit til að halda starfinu,” sagði Guardiola.
,,Það mikilvæga er að vita gæði hvers og eins þjálfara. Ég trúi því að þeir séu í ensku úrvalsdeildinni því þeir eru frábærir þjálfarar.”
,,Manchester United er enn frábært lið, topplið. Við erum bara í ágúst. Þeir eru í neðri helming deildarinnar en það er bara ágúst. Það er nóg af stigum eftir.”