John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að öll lið Evrópu hræðist það að mæta þeim rauðu í dag.
Liverpool er í riðli með Paris Saint-Germain, Napoli og Red Star í Meistaradeildinni en dregið var á miðvikudag.
Barnes segir að riðill Liverpool sé erfiður en hefur þó ekki of miklar áhyggjur. Liverpool komst í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð.
,,Þetta hefði getað verið auðveldara og þetta hefði getað verið erfiðara,” sagði Barnes við TalkSport.
,,Napoli og PSG eru tvö mjög góð lið en Napoli er kannski ekki eins sterkt lið og þeir voru fyrir nokkrum árum.”
,,Málið með Liverpool er að ég held að fólk óttist ekkert lið jafn mikið og Liverpool í allri Evrópu.”
,,Við töpuðum úrslitaleik Meistaradeildarinnar en ef þú horfir á hvernig liðið spilar þá er ekkert lið sem vill mæta Liverpool.”