Markvörðurinn Kevin Trapp hefur skrifað undir samning við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Þetta var staðfest í dag en þessi 28 ára gamli markvörður gerir lánssamning við Frankfurt út tímabilið.
Trapp er samningsbundinn Paris Saint-Germain þar sem hann spilaði 63 deildarleiki á þremur árum.
Trapp átti ekki fast sæti í liði PSG á síðustu leiktíð og eftir komu Gianluigi Buffon mátti hann fara annað.
Trapp lék einmitt með Frankfurt áður en hann fór til Frakklands. Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir Þýskaland.