Jón Dagur Þorsteinsson, efnilegur leikmaður Fulham á Englandi, hefur gert samning við Vendsyssel í Danmörku.
Þetta var staðfest í dag en Jón Dagur gerir eins árs langan lánssamning við danska félagið.
Jón Dagur er talinn mikið efni en hann hefur spilað með unglingaliði Fulham frá árinu 2015. Hann var fyrir það hjá HK.
Jón Dagur hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði Fulham og reynir nú fyrir sér í dönsku úrvalsdeildinni.
Þessi 19 ára gamli leikmaður gæti spilað sinn fyrsta leik á sunnudag er Vendsyssel mætir liði AGF.