fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Átt þú þessa mynd? IKEA á Íslandi leitar að eigandanum

IKEA leitar að eiganda þessarar myndar, sem gleymdist í versluninni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. október 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru vinir, nú þurfum við aðstoð.“ Svona hefst stöðuuppfærsla hjá IKEA á Facebook. Þar segir að um daginn hafi í verslunina komið eldri maður að leita að ramma fyrir mynd sem hann málaði þegar hann var 12 ára gamall. Hann hafði myndina meðferðis þegar hann kom í verslunina, til að kaupa örugglega rétta stærð.

„Með aðstoð starfsmanns fann hann ramma sem passaði, en svo óheppilega vildi til að hann gleymdi sjálfri myndinni í hillunni hjá okkur.“

IKEA segist gjarnan vilja að myndin komist í réttar hendur, svo hún njóti sín í rammanum. „Gætuð þið hjálpað okkur að deila þessu og finna manninn? Takk kærlega.“

Ef DV þekkir Íslendinga rétt verða þeir ekki lengi að finna út úr þessu.

Uppfært klukkan 13:55:
Júlíus Þórarinn Steinarsson segir á Facebook-síðu IKEA að pabbi sinn, Steinar Júlíusson, eigi myndina. Hann ætli að nálgast hana í verslun IKEA:

Hér er myndin sem maðurinn málaði 12 ára gamall. Hann hefur greinilega verið efnilegur málari.
Falleg mynd Heimakletti og Eiðinu Hér er myndin sem maðurinn málaði 12 ára gamall. Hann hefur greinilega verið efnilegur málari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við