fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Netanjahu: Hinir sterku útrýma hinum veiku

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2018 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta virkar hreinlega brjálæðislegt, komandi frá forsætisráðherra Ísraels. Ég hélt fyrst að þetta hlyti að vera falskar fréttir, en svo er ekki. Benjamín Netanjahu tvítaði þessu í alvörunni í fyrradag.

Hinir veiku molna sundur, þeim er slátrað, þeim er útrýmt úr sögunni, meðan hinir sterku, til góðs eða ills, lifa af. Hinir sterku njóta virðingar, þeir geta myndað bandalög, og á endanum er friður saminn við hina sterku.

Þetta er mikil speki og margt sem má um hana segja. En gyðingar voru einmitt í þeirri stöðu að vera slátrað fyrir ekki nema þremur aldarfjórðungum. Á þeim tíma var Hitlers-Þýskaland sterkt og gat myndað bandalög – meðal annars við Sovétríki Stalíns.

Maður á að fara varlega með Hitlers-líkingar, en samt. Þeir sem ekki þekkja söguna eru dæmdir til að endurtaka hana. En á það er bent víða að Adolf Hitler hafi sagt í ræðu í München 1923.

Öll náttúran er ógurleg barátta milli hins sterka og hins veika, eilífur sigur hinna sterku yfir hinum veiku.

Hugmyndir af þessu tagi eru í anda þess sem kallast sósíal-darwinismi. Af honum fer ekki gott orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“