Mynd dagsins er tekin á Vestfjörðum, nánar tiltekið rétt utan Bolungarvíkur, sem þykir eitt fallegasta bæjarstæði landsins.
Vegurinn sem sést á myndinni heitir Skálavíkurvegur og liggur inn í Skálavík, en með hægri beygju á miðri leið má komast upp á Bolafjall, þar sem má finna radarstöð og stórfenglegt útsýni.
Erfitt er að gera sér grein fyrir ástæðu þess að viðkomandi tjaldaði á þessu svæði, en staðsetningin er óneitanlega sérstök.
Samkvæmt heimamönnum er úrkoma afar fátíð á þessu svæði og máske hefur það komið vegfarandanum í opna skjöldu þegar varð skyndilegt skýfall.
Eflaust hefur hann viljað komast sem fyrst af stað eftir að stytti upp og því gripið til þess ráðs að staðsetja sig sem næst veginum.
Ferðamenn hér á landi virðist lítið kippa sér upp við að tjalda á hinum ólíklegustu stöðum. Skemmst er að minnast annars tjaldbúa í Hvalfirði, sem lét bannskilti hvergi aftra sér:
Ferðalangur tjaldar á bannsvæði – Bíræfinn eða lesblindur ?