Tveir voru stungnir á lestarstöð í Amstardam í morgun og hefur lögreglan skotið árásarmanninn. Árásirnar áttu sér stað í miðborg Amsterdam, höfuðborgar Hollands.
Að því er hollenskir fjölmiðlar greina frá liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort um hryðjuverkatengda árás hafi verið að ræða. Lögreglan skaut þremur skotum að árásarmanninum en ekki liggur fyrir hvort hann sé lífs eða liðinn.
Þá liggur ekki fyrir hvort fórnarlömb hnífaárásarinnar hafi slasast alvarlega, en þau voru flutt til aðhlynningar á sjúkrahús. Umrædd lestarstöð er mjög fjölfarin, en talið er að um hana fari 250 þúsund manns á hverjum degi.