fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Skefjalaus kúgun Kínverja á Úígúrum

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2018 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru nokkrar skelfilegar hryllingssögur í veröldinni um þessar mundir. Þjóðarmorð stjórnarinnar í Mjanmar gegn Rohingjum. Linnulausar árásir Saudi-Araba á Jemen. Og nú er í uppsiglingu enn eitt hörmungatímabilið í Sýrlandi með árásum hersveita Assads forseta á Idlib.

Svo eru það fréttirnar af framferði Kínastjórnar í Xinjiang héraði sem er vestast í ríkinu. Þar búa Uígúrar, fólk sem er tyrkneskrar ættar, skylt þjóðum sem er að finna í fjalllendi Mið-Asíu. Þeir eru sagðir vera um tíu milljón talsins. Uígúrar sæta nú hræðilegum ofsóknum og telja Sameinuðu þjóðirnar að hátt í milljón þeirra hafi þurft að dvelja í „endurhæfingarbúðum“.

Þeir sem eru fangelsaðir með þessum hætti njóta engra mannréttinda. Þar tíðkast barsmíðar og morð. Fangarnir eru neyddir til að afneita trú sinni, en Uígúrar  eru yfirleitt múslimar. Þeir þurfa að lofa og prísa Kommúnistaflokkinn, stunda sjálfsgagnrýni – það er heitið á ljótri iðju sem hefur lengi tíðkast hjá kínverskum kommúnistum – og ljóstra upp um ættingja sína og vini.

Brotin sem valda handtökunum eru oft ekki alvarlegri en svo að hafa skoðað erlendar vefsíður eða að hafa samband við fólk í útlöndum. Þetta er hreinræktað lögregluríki þar sem stöðugt er fylgst með íbúunum og þeim refsað fyrir minnstu yfirsjónir.

Kínastjórn neitar tilvist þessara endurhæfingarbúða en sönnunargögnin hlaðast upp. Stjórnin í Peking beitir hörku í Xinjiang undir því yfirskini að hún sé að berjast gegn hryðjuverkum. En þetta er ekki síst útþenslustefna – blandin rasisma. Silkivegurinn liggur um Xinjiang. Þar ætla Kínverjar sér stóra hluti í uppbyggingu sem nær um Mið-Asíu og allt til Evrópu. Líkt og í Tíbet eru kínverskt fólk flutt til Xinjiang til að styrkja ítök stjórnarinnar. Þetta er þekkt aðferð – var til dæmis mikið beitt á tíma Sovétríkjanna til að undiroka þjóðir sem voru taldar geta orðið til vandræða. Þannig er hefur hlutfall Han-Kínverja í Xinijang vaxið úr 6 prósentum árið 1949 og í um 40 prósent eins og er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“