fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Misstu heimilið í fellibyl en unnu svo í lottóinu

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 31. ágúst 2018 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að þau hafi átt það skilið að vinna í lottóinu, hjónin Patricia og Frank Raffa sem búsett eru í Norður-Karólínu.

Patricia og Frank höfðu komið sér vel fyrir á Jómfrúreyjum þar sem þau áttu fallegt heimili. Hús þeirra gjöreyðilagðist í fyrrahaust þegar fellibylurinn Irma reið yfir.

Fellibylurinn, sem var fimmta stigs þegar hann reið yfir eyjarnar, skildi eftir sig mikla eyðileggingu en alls létust 134 í óveðrinu.

Eftir áfallið brugðu hjónin á það ráð að flytja til Norður-Karólínu þar sem dóttir þeirra er búsett. Á dögunum keyptu þau sér lottómiða fyrir rúmar hundrað krónur í verslun í Arden.

Patricia og Frank ráku upp stór augu þegar í ljós kom að þau höfðu unnið þann stóra, 325 þúsund dali, eða tæpar 35 milljónir króna.

Frank segir við bandaríska fjölmiðla að peningarnir komi sér vel og þeir muni fara í að kaupa nýtt heimili fyrir þau hjónin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana