,,Veiðin gengur flott hjá okkur í Húseyjarkvísl og við erum búnir að fá 19 laxa og slatta af sjóbirtingi,“ sagði Sævar Örn Hafsteinsson við Húseyjarkvísl í gærkveldi er við heyrðum í honum. Og veiðifélagarnir áttu eftir eina vakt.
,,Stærsti laxinn hjá okkur er 93 cm og það hefur gengið bara mjög vel. Svo virðist sem fiskur, sér víða um ána,“ sagði Sævar á veiðislóðum í Skagafirði.
Mynd. Sævar Örn Hafsteinsson með lax úr Húseyjareyjarkvísl í gær.