fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Þórarinn: „Við KR-ingar erum búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið“

433
Föstudaginn 31. ágúst 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður og bakþankahöfundur Fréttablaðsins, segir að þó KR-liðið sé ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla, fyrir neðan lið eins og Val, Stjörnuna og Breiðablik sé KR búið að vinna.

Þetta segir Þórarinn í spaugilegum pistli á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Þórarinn ólst upp á Melunum, bjó þar fyrstu ár ævi sinnar, en segir að foreldrar hans hafi flutt hann „nauðugan“ í Kópavoginn.

„Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara.“

Þórarinn bætir við að KR hafi mest tilfinningagildi fyrir þá sem búa á Melunum eða eru þaðan og fótboltafélagið í Frostaskjólinu sé sverð þeirra, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu.

„Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið.“

Þórarinn nefnir að það að vera KR-ingur sé löng kennslustund í þolinmæði þar sem mótlæti og vonbrigði eigi það til að banka upp á. „Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur.“

Hann segir síðan að styrkur KR og stærð séu fólgin í að sama hvernig gengur þá elski andstæðingar KR að hata liðið. „Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum.“

Þórarinn segir að endingu að hann sofi þess vegna alveg ágætlega á Grenimelnum „á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi