fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Kafbátsmorðinginn Peter Madsen virðist heilla konur – Margar hafa heimsótt hann í fangelsið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 07:05

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Madsen, sem myrti sænsku fréttakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum Nautilius í ágúst á síðasta ári, virðist heilla konur. Það virðist ekki skipta þær máli þótt hann afpláni nú lífstíðarfangelsi fyrir morðið. Margar konur hafa heimsótt hann í fangelsið en ekki er vitað hvort þær heimsóknir tengjast nýlegri auglýsingu hans á Facebook þar sem hann auglýsti eftir pennavinum.

DV skýrði nýlega frá að fangaverði hefði verið vikið frá störfum eftir að í ljós kom að hún virðist eiga í ástarsambandi við Madsen.

Það virðist ekki hafa mikil áhrif á konurnar að Madsen var dæmdur fyrir hrottalegt morð á Kim Wall og að hafa misþyrmt líki hennar og hlutað það í sundur áður en hann sökkti kafbáti sínum. BT segist hafa heimildir fyrir að fjórar konur hið minnsta hafi heimsótt hann í fangelsið að undanförnu. Blaðið segir að flestar konurnar hafi ekki þekkt Madsen áður en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Fangelsismálayfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið og það vildi verjandi Madsen heldur ekki.

Madsen á rétt á að fá heimsókn í eina klukkustund á viku og er hann einn með gesti sínum á meðan.

Madsen var nýlega fluttur úr Storstrøm fangelsinu í Herstedvester fangelsið í Albertslund en það er fangelsi ætlað þeim sem þurfa aðstoð geðlækna og hafa verið dæmdir til langrar fangelsisvistar eða ótímabundinnar. í fangelsinu eru flestir af harðsvíruðust afbrotamönnum landsins en 150 fangar eru í fangelsinu. Margir þeirra glíma við andleg veikindi. Einn þeirra sem sitja í fangelsinu er Peter Lundin sem hefur setið þar síðan 2001 en hann var dæmdur fyrir að hafa myrt sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Áður hafði hann setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa myrt móður sína. Eins og Peter Madsen hefur Peter Lundin notið kvenhylli eftir að hann var dæmdur í fangelsi og hann hefur kvænst tvisvar á meðan hann hefur setið í fangelsi. Hann er þó fráskilinn núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni