fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar í einu umtalaðasta sakamáli síðustu áratuga í Svíþjóð – Hönd fórnarlambsins er hugsanlega fundin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 06:50

Anders Gustafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á hinum 16 ára Anders Gustafsson fyrir nær 24 árum er eitt umtalaðasta óupplýsta morðið í Svíþjóð á undanförnum áratugum. Þegar lík hans fannst vantaði hægri höndina á það. Lögreglan hefur allan þennan tíma velt fyrir sér af hverju morðinginn hjó höndina af Anders. Nú telur lögreglan að höndin sé fundin.

Aftonbladet segir að hönd hafi fundist í plastpoka í gömlu sporvagnasafni nærri staðnum þar sem Anders var myrtur. Talsmaður lögreglunnar segir að ef þetta reynist vera höndin af Anders þá geti það haft í för með sér að rannsókninni muni loksins miða eitthvað áfram.

Það var á gamlárskvöld 1994 sem Anders kvaddi móður sína til að fara og fagna áramótunum með vinum sínum.

„Þegar ég sá hann í síðasta sinn stóð hann í forstofunni í jólafötunum sínum. Ég sagði: „Ég elska þig skúrkurinn þinn“ og hann hló og faðmaði mig.“

Hefur Aftonbladet eftir móður hans, Lilian Gustafsson.

Síðar um kvöldið fór Anders á samkomustaðinn Höder Dart í Hammarbyhamnen í Stokkhólmi. Hann elskaði þungarokk og hafði komið þarna áður til að hlusta á slíka tónlist. Hann hafði þó ekki komið þangað síðan í mars 1994. Þá hafði hann verið þar með vini sínum sem hafði verið tekinn og snoðaður gegn vilja sínum en svokallaðir snoðkollar sóttu þennan stað mikið en þeir hneigjast til hægriöfgamennsku í stjórnmálum og fara oft mikinn. Af þeim sökum vildi hann ekki fara þangað aftur. Hann hringdi í móður sína frá Höder Dart klukkan 00.30. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans.

Á nýársdag fannst Anders myrtur í gömlum saltlager nokkur hundruð metra frá Höder Dart. Lík hans var illa leikið. Hann hafði verið beittur hrottalegu ofbeldi og auk þess hafði hægri hönd hans verið höggvin af honum.

Margar kenningar hafa verið uppi í gegnum tíðina af hverju höndin var höggvin af honum. Ein þeirra snýst um að hann hafi ekki viljað heilsa að nasistasið en snoðkollar heilsa oft þannig.

Eins og áður sagði er höndin hugsanlega fundin en það er eitt vandamál varðandi fundinn. Manninum, sem fann hana, brá svo mikið þegar hann kíkti ofan í pokann, að hann sleppti honum og kom sér á brott. Vandinn er að húsið er mörg þúsund fermetrar að stærð og þar eru mjög mörg herbergi. Ekkert rafmagn er í húsinu, þar er mikið brak, fatnaður og dýrahræ og því bíður lögreglunnar mikil vinna við að fara í gegnum húsið og leita að höndinni. Hún vonast til að lífsýni finnist á höndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður