fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Forðastu að láta svindla á þér þegar þú leigir bíl – Nokkur góð ráð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert komin(n) á áfangastað og nú er bara að sækja bílaleigubílinn sem þú varst búin(n) að panta. Afgreiðslumaðurinn virðist vera óþolinmóður, börnin eru óþolinmóð, það er komið fram á kvöld og það er langur akstur framundan. Afgreiðslumaðurinn talar hratt og segir að þú verðir að taka aukatryggingu til að geta fengið bíllyklana og þú skrifar undir það í öllu stressinu. Þegar upp er staðið er bílaleigubílinn þá ekki eins ódýr og þú reiknaðir með.

Það er með ýtni og hraða í öllu sem ódýrustu bílaleigurnar þéna peninga á að selja þér tryggingar sem þú hefur jafnvel enga þörf fyrir. Af þeim sökum ráðlegga sérfræðingar fólki að leigja bíla hjá stórum bílaleigum. Það er að jafnaði dýrara að leigja hjá þeim en þegar upp er staðið getur reynst ódýrara að leigja hjá þeim og það getur komið í veg fyrir pirring og reiði að fríinu loknu.

Ef bílaleigan krefst þess að þú takir tryggingu sem þú veist að þú ert nú þegar með skaltu mótmæla hástöfum. Ef það dugir ekki til og þú getur ekki fengið bílinn nema með því að skrifa undir tryggingasamninginn skaltu láta taka fram á honum að þú skrifir undir hann gegn vilja þínum. Með þessu getur þú síðar reynt að fá endurgreitt en það er ekki öruggt að það takist.

Nokkur góð ráð

Það er gott að leigja hjá stórum bílaleigum sem þykja traustar og starfa helst á heimsvísu.

Ef þú leigir bíl í gegnum bókunarsíðu getur verið erfitt að finna út hvar þú átt að kvarta ef vandamál koma upp.

Lestu leigusamningin vel yfir til að vera viss um að tryggingin dekki það sem þarf að dekka.

Kannaðu þínar eigin tryggingar hvað varðar bílaleigu. Kannski ertu með tryggingu í gegnum ferðatrygginguna þína eða greiðslukortið.

Hafðu á hreinu hvort ótakmarkaður akstur er innifalinn eða hvort þú þarft að greiða fyrir ekna kílómetra.

Þegar þú færð bílinn afhentan skaltu skoða hann vel með tilliti til tjóns. Taktu myndir og skráðu hjá þér ef eitthvað er að bílnum áður en þú ekur af stað.

Notaðu alþjóðlegt greiðslukort á borð við Visa eða MasterCard.

Skilaðu bílnum á opnunartíma bílaleigunnar. Farðu yfir bílinn ásamt starfsmanni og fáðu skriflega staðfestingu á að þú hafi skilað honum og hvernig ástand hans var við skilin. Það er auðveldara að leysa ágreining á staðnum en þegar heim er komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu